Fjórir landsliðsmenn enska landsliðsins gifta sig með stæl

Segja má að David Beckham og kona hans Victoria hafi …
Segja má að David Beckham og kona hans Victoria hafi riðið á vaðið með íburðamikilli brúðkaupsveislu og nú er engin landsliðsmaður með mönnum ef hann heldur ekki veglega og ofhlaðna brúðkaupsveislu Reuters

Breska pressan kemst í feitt nú um helgina þar sem fjórir enskir landsliðsmenn í knattspyrnu ganga upp að altarinu ásamt kærustum sínum. Fyrstur til að ganga í hnapphelduna er fyrirliðinn John Terry en hinir eru Gary Neville, Steven Gerrard og Michael Carrick. Fótboltaaðdáandinn Rod Steward gengur líka að eiga unnustu sína.

Breskir fjölmiðlar eru í startholunum vegna íburðamikilla og ofhlaðinna brúðkaupa og kalla þau WAG´s brúðkaup, en bresku slúðurblöðin nota skammstöfunina WAG yfir eiginkonur bresku landsliðsmannanna í fótbolta, samanber Wives And Girlfriends. Þessi skammstöfun var fyrst notuð í kringum HM í knattspyrnu 2006 þegar ensku eiginkonurnar hópuðu sig saman og vöktu athygli fyrir tíðar verslunarferðir og hversu keimlíkar þær þóttu í útliti.

Fá sömu aðila til að skipuleggja og Beckhams hjónin

Brúðkaupsveisla John Terry og konu hans er talin kosta um 124 milljónir íslenskra króna og hafa þau leigt Blenheim Palace í Oxfrodskíri en höllin er fæðingastaður Winston Churchill og er afar sjaldan leigð út til einkaaðila. Sögurnar segja að söngvarinn Lionel Ritchie komi fram í þeirri veislu og búist er við 200 veislugestum. Veislan er undirbúin af sömu aðilum og skipulögðu brúðkaupsveislu Beckhams hjónanna.

Fyrirliði Liverpools, Steven Gerrard, og unnusta hans Alex Curran, halda sína veislu í Cliveden House Hotel í Berkshire og hafa ljósmyndarar OK! komið sér vel fyrir.

Michael Carrick,miðvörður Manchester United og unnusta hans Lisa Roughead, gifta sig líka um helgina í Stapleford Hall in Leicestershire og félagi hans í Manchester United liðinu, Gary Neville og kærasta hans Emma Hadfield gifta sig í Manchester í viðamikilli athöfn.

Enn eitt brúðkaup hjá Rod Steward

Og það eru fleiri en fótboltamenn sem ganga upp að altarinu um helgina í Bretlandi um helgina. Líklega verða stærstu myndirnar í slúðurblöðunum af brúðkaupi Rod Stewart og Penny Lancaster. Þau hafa ekki gefið upp staðsetninguna en talið er að þau muni gifta sig í Portofino á ítölsku rívíerunni en þar bað Richard Burton um hönd Elizabetar Taylor en þeirra hjónaband hélt ekki í tvígang

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir