Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, veitti leikurunum Herdísi Þorvaldsdóttur og Róberti Arnfinnssyni heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands á Grímuverðlaununum í kvöld. En þau eru bæði þjóðþekkt fyrir hlutverk sín á leiksviðinu síðustu áratugina. Þakkaði Ólafur Ragnar þeim fyrir þær stórkostlegu gjafir sem þau hafa fært íslensku þjóðinni undanfarna áratugi.
Herdís tók fram í ávarpi sínu þegar hún tók við viðurkenningunni að nú einbeitti hún sér að nýju hlutverki: baráttunni gegn gróðureyðingunni.