Kelly Clarkson hættir við tónleikaferðalag

Fyrrum Idolstjarnan Kelly Clarkson.
Fyrrum Idolstjarnan Kelly Clarkson. Reuters

Fyrrum Idolstjarnan Kelly Clarkson hefur hætt við fyrirhugað tónleikaferðalag um Bandaríkin. Á heimasíðu sinni segir hún hlutina hafa gerst hratt síðan hún vann American Idol árið 2002 og að tónleikaferðalag sé „of mikið, of hratt“. Haft var eftir kynningarfulltrúa hennar að miðasalan hafi verið svekkjandi.

Þetta eru þó ekki einu vandræði Clarkson því hún lenti nýlega upp á kant við útgáfufyrirtæki sitt RCA vegna nýjustu plötu hennar, sem kemur út seinna í þessum mánuði, og fyrr í vikunni sagði hún skilið við umboðsmann sinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur unnið vel og skipulega og hefur nú lokið verkefni þínu í tæka tíð. Einhverra hluta vegna veita samstarfsmenn þér einstaklega mikinn stuðning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur unnið vel og skipulega og hefur nú lokið verkefni þínu í tæka tíð. Einhverra hluta vegna veita samstarfsmenn þér einstaklega mikinn stuðning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar