Viktoría frumsýnir fyrstu gallabuxnalínuna sína

Viktoría frumsýnir gallabuxurnar sínar í New York í gær.
Viktoría frumsýnir gallabuxurnar sínar í New York í gær. Reuters

Viktoría Beckham frumsýndi fyrstu gallabuxnalínuna sína í New York í gær að viðstöddum óteljandi fréttamönnum, ljósmyndurum og myndatökumönnum. Undir merki Viktoríu, dVb, verða seldar gallabuxur, gallapils og stuttbuxur. Sjálf var Viktoría í hvítum gallabuxum á frumsýningunni í Saks-stórversluninni á Fifth Avenue í gær.

Haft var eftir öryggisverði að ljósmyndarar á vettvangi hafi verið fleiri en aðdáendur Viktoríu, en um 70 aðdáendur hennar biðu þolinmóðir í röð á hæðinni fyrir ofan eftir að hún kæmi þangað til að veita eiginhandaráritanir.

„Ég hef dýrkað hana í tíu ár, og allt í sambandi við hana er alveg æðislegt,“ sagði Melissa Zartz, 18 ára námsmær frá New Jersey, sem beið í rúmar sex klukkustundir eftir að hitta átrúnaðargoðið, og var óánægð með að ekki skyldu fleiri hafa mætt á staðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
5
Kolbrún Valbergsdóttir