Fyrir fimm áratugum síðan var Plymouth bifreið lokuð inni í steyptum tímahylki, sem haldið var að gæti staðist kjarnorkustyrjöld. Skipuleggjendur fimmtíu ára afmælishátíðar Oklahoma borgar voru því ekki viðbúnir vatnsósa hylki, sem hafði breytt áður gylltum bílnum í ryðrústir.
Vonbrigði áhorfenda voru áþreifanleg þegar bíllinn, sem átti að vera miðpunktur afmælishátíðar Oklahoma, var afhjúpaður. Í ljós kom ryðgað stál, myglað áklæði og sprungin dekk.
Til allrar hamingju var annað hylki, með bandaríska fánanum og ágiskunum fólks um hver íbúatala borgarinnar yrði árið 2007, tiltölulega heillegt. Sá sem kemst næst réttri íbúatölu hlýtur verðlaun, en hann vonaðist líklega ekki eftir ryðhrúgu sem þessari.