Angelina Jolie og Brad Pitt eiga fjögur lítil börn – en svo virðist sem það nægi þeim ekki. Í spjallþætti nokkrum var Angelina nýlega spurð að því hversu mörg börn þau hefðu hugsað sér að eignast. "Fjöldinn flakkar á milli 7 barna, og 13 eða 14 barna," svaraði leikkonan. Áheyrendur ýlfruðu af fögnuði og Jolie hló. Þáttastjórnandinn sagðist dást að henni, og bætti við: "Mín tvö eru að beygja mig í duftið!"
Angelina samsinnti þáttastjórnandanum að vísu, og viðurkenndi að hún og Brad ættu fullt í fangi með sín fjögur, en bætti svo við: "Fjandinn hafi það, við erum samt til í smá áskorun!" Angelina hefði því sómt sér vel sem húsfreyja á íslenskum sveitabæ fyrir svona 150 árum.