Elton John í Kænugarði

Elton John hélt tónleika í Kænugarði.
Elton John hélt tónleika í Kænugarði. Reuters

Elton John hélt ókeypis tónleika á aðaltorginu í Kænugarði höfuðborg Úkraínu til að vekja athygli á alnæmisvanda landsins. Meðal 200 þúsund áhorfenda var forsetinn Viktor Júsjenkó og helstu stjórnmálamenn landsins. Í Evrópu er nýgengi HIV-veirunnar er hvað mest í Úkraínu en þar kemur upp nýtt tilfelli að meðaltali á tíu mínútna fresti.

Tónleikunum var sjónvarpað beint en samkvæmt fréttavef BBC voru þeir þeir stærstu í sögu þjóðarinnar . Fyrir tónleikana var bæklingum og ókeypis smokkum dreift á meðal tónleikagesta.

Talið er að um 400 þúsund manns hafi smitast af HIV-veirunni í Úkraínu og telja menn að á næsta áratug muni einn af hverjum 50 íbúum landsins vera smitaður.

Elton John hitti forseta Úkraínu og konu hans á ljósmyndasýningu …
Elton John hitti forseta Úkraínu og konu hans á ljósmyndasýningu á fimmtudaginn var. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Væntingar annarra til þín munu líklega koma þér í opna skjöldu í dag eða þá að eitthvað stendur ekki undir væntingum þínum. Njóttu þess að slaka á í kvöld.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Væntingar annarra til þín munu líklega koma þér í opna skjöldu í dag eða þá að eitthvað stendur ekki undir væntingum þínum. Njóttu þess að slaka á í kvöld.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
5
Kolbrún Valbergsdóttir