Fordæma að Rushdie verði aðlaður

Salman Rushdie
Salman Rushdie

Íranir fordæmdu í dag ákvörðun Breta að aðla rithöfundinn Salman Rushdie fyrir störf sín. Árið 1989 dæmdi Ruhollah Khomeini, æðsti klerkur byltingarstjórnarinnar í Íran, Rushdie til dauða fyrir guðlast. Að mÁati Khomeinis fól bókin Söngvar Satans eftir Rushdie í sér siðlausa og móðgandi umfjöllun um Múhameð spámann og eiginkonur hans. Jafnframt taldi Khomeini að bókin rangtúlkaði og afbakaði boðskap Kóransins. Hæfileg refsing fyrir slíkt guðlast væri dauðadómur. Þurfti rithöfundurinn að fara huldu höfði árum saman vegna dauðadómsins.

Sagði talsmaður utanríkisráðuneytis Írans að með því að veita Rushdie aðalstign þá væru bresk stjórnvöld að lýsa yfir andúð á islam.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir