Kryddpíur saman á ný

Kryddpíurnar hyggjast gefa út plötu og leggja í stutta tónleikaferð …
Kryddpíurnar hyggjast gefa út plötu og leggja í stutta tónleikaferð næsta haust. Reuters

Mel C tilkynnti í útvarpsviðtali í London að í fyrsta sinn væri sannleikskorn að finna í orðrómi um sameiningu popphljómsveitarinnar Spice Girls. Hún ítrekaði að stúlkurnar myndu einungis koma saman í stuttan tíma til að senda aðdáendum lokakveðju.

Samkvæmt BBC hafa hinar kryddpíurnar, Emma Bunton, Victoria Beckham, Mel B og Geri Halliwell hafi samþykkt að endurvekja hljómsveitina en að Mel C hafi fram að þessu neitað að taka þátt í því.

Mel C sem í raun heitir Melanie Chisholm sagði að hún dáðist mikið að Take That sem hefði komið saman á ný í fyrra og gengi vel.

Hún sagðist ekki vilja vera sú sem stæði í vegi fyrir því að hlutirnir gætu gerst.

Samkvæmt BBC gengur sá orðrómur um endurfæðingu Spice Girls að þær áætli að halda sex stóra tónleika víða um heim, London, Tokyo, Las Vegas og víðar til að auglýsa Greatest Hits plötu sem koma mun út síðar á árinu.

Beðið er eftir því að Emma Bunton fæði sitt fyrsta barn síðar í sumar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir