Drossía geymd í jörðu í hálfa öld

Þær Debbie Carr-Dover og Cheryl Forrest voru 3 og 4 …
Þær Debbie Carr-Dover og Cheryl Forrest voru 3 og 4 ára þegar þær fengu að sitja á húddinu á bílnum áður en hann var grafinn í jörðu. Hér standa þær við bílinn hálfri öld síðar. AP

Það var mikið um dýrðir í borginni Tulsa í Oklahoma um helgina en þá var bíll af gerðinni Plymouth Belvedere Sport, sem grafinn var í jörðu framan við dómhús borgarinnar fyrir hálfri öld, grafinn upp á ný. Bíllinn verður nú gerður upp og sá, sem árið 1957 fór næst því að giska á hve margir íbúar yrðu í borginni árið 2007, fær bílinn til eignar. Sé sá látinn fá erfingjar hans bílinn.

Oklahoma átti 50 ára afmæli 15. júní árið 1957 og þá fékk einhver þá hugmynd, að grafa nýjan lúxusbíl í jörðu í Tulsa og grafa bílinn síðan upp þegar ríkið yrði 100 ára. Bíllinn var fylltur með ýmsum munum, svo sem hárspennum, varalit, bjór, verkjatöflum og bensínbrúsa, svo nokkuð sé nefnt, svo íbúar borgarinnar árið 2007 gætu séð hvernig þróunin hefði orðið. Jafnframt fór fram samkeppni þar sem borgarbúar gátu giskað á hve margir íbúar yrðu í borginni árið 2007. Sá sem næst kæmist réttu tölunni átti að fá bílinn og 1200 dali að launum.

Sigurvegarinn verður kynntur við athöfn næsta föstudag. Verkstæði í borginni hefur fengið það hlutverk að sjá um að bíllinn verði ökufær. „Við erum bjartsýnir en þó höfum við nokkrar áhyggjur af ryði í gólfinu," sagði Boyd Coddington, verkstæðiseigandi, við AP.

Íbúar Tulsa voru 382.457 um síðustu áramót.

Gröf Plymouthsins opnuð.
Gröf Plymouthsins opnuð. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir