Málverk eftir Monet seldist á 2,2 milljarða króna

Málverkið „Waterloo Bridge, Temps Couvert.“
Málverkið „Waterloo Bridge, Temps Couvert.“ Reuters

Málverkið „Waterloo-brúin í skýjuðu veðri“ eftir Claude Monet seldist fyrir sem svarar um 2,2 milljarða króna á uppboði hjá Christie's í London í dag, og er þetta næst-hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir verk eftir Monet á uppboði. Boðið barst í gegnum síma og var nafn kaupandans ekki gefið upp.

Myndin er úr myndaröð af brúnni og útsýni yfir Thamesána sem Monet málaði í herbergi sínu á Savoy-hótelinu í London um aldamótin 1900. Verðið sem fékkst fyrir verkið er ríflega tvöfalt hærra en það sem vænst hafði verið fyrir það.

Hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir Monet-málverk er um 2,4 milljarðar, á uppboði hjá Sotheby's 1998.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup