Málverk eftir Monet seldist á 2,2 milljarða króna

Málverkið „Waterloo Bridge, Temps Couvert.“
Málverkið „Waterloo Bridge, Temps Couvert.“ Reuters

Málverkið „Waterloo-brúin í skýjuðu veðri“ eftir Claude Monet seldist fyrir sem svarar um 2,2 milljarða króna á uppboði hjá Christie's í London í dag, og er þetta næst-hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir verk eftir Monet á uppboði. Boðið barst í gegnum síma og var nafn kaupandans ekki gefið upp.

Myndin er úr myndaröð af brúnni og útsýni yfir Thamesána sem Monet málaði í herbergi sínu á Savoy-hótelinu í London um aldamótin 1900. Verðið sem fékkst fyrir verkið er ríflega tvöfalt hærra en það sem vænst hafði verið fyrir það.

Hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir Monet-málverk er um 2,4 milljarðar, á uppboði hjá Sotheby's 1998.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir