Fjögur fræknu og hinn silfraði brimari vinsælust

Chris Evans, Ioan Gruffudd, Jessica Alba og Michael Chiklis leika …
Chris Evans, Ioan Gruffudd, Jessica Alba og Michael Chiklis leika hin fjögur fræknu.

Stökkbreyttu ofurhetjurnar fjórar náðu að draga flesta bíógesti að síðastliðna helgi beggja vegna Atlantsála. Framhaldsmyndin The Fantastic Four: Rise of the Silver Surfe fjallar um áframhaldandi baráttu og ævintýri þeirra fjórmenninga sem leikin eru af þeim Ioan Gruffudd, Jessicu Alba, Michael Chiklis og Chris Evans.

Í þetta sinn er það silfraður brimari sem félagarnir fjórir þurfa að berjast við en sá er slyngur eins og illmennum hetjumynda af þessu tagi er einum lagið.

Glæpagengi Danny Oceans þurfti því að taka pokann sinn og færa sig niður í annað sætið eftir vikudvöl í efsta sæti aðsóknarlistans. Alls hafa reyndar rúmlega 10 þúsund Íslendingar séð myndina Oceans 13 svo George Clooney og félagar ættu að geta vel við unað.

Slakur hreinsari

Annar nýliðinn á listanum nefnist Code Name: The Cleaner, gamanmynd sem fékk heldur slaka umsögn hér í Morgunblaðinu í gær en var engu að síður fimmta mest sótta myndin í íslenskum kvikmyndahúsum um helgina. Hin miður geðslega Hostel 2 situr svo í blóðpolli sínum í fjórða sæti listans. Íslandsvinurinn Eli Roth er enn við sama heygarðshornið og færir okkur óhugnað sem aðeins þeir allra huguðustu þora að horfa á. Aðrar myndir á listanum eru þaulsætnari og hafa verið í mánuð eða meira í kvikmyndahúsum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu fyrir þér ferðalögum eða búferlaflutningum til fjarlægra staða. Njóttu þessarar góðu tilfinningar en bíddu þó aðeins með að taka mikilvægar ákvarðanir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu fyrir þér ferðalögum eða búferlaflutningum til fjarlægra staða. Njóttu þessarar góðu tilfinningar en bíddu þó aðeins með að taka mikilvægar ákvarðanir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Loka