Marc Forster mun leikstýra næstu Bond-mynd

Daniel Craig mun leika James Bond í væntanlegri mynd.
Daniel Craig mun leika James Bond í væntanlegri mynd. AP

Þýski kvikmyndaleikstjórinn Marc Forster hefur verið valinn til að leikstýra næstu kvikmyndinni um James Bond, njósnara hennar hátignar Bretadrottningar, að því er kemur fram á fréttavef bandaríska kvikmyndablaðsins Variety. Forster hefur m.a. leikstýrt myndunum Finding Neverland og Stranger Than Fiction og er nú að leggja lokahönd á mynd eftir bókinni Flugdrekahlauparanum.

Daniel Craig, sem sló í gegn sem James Bond í myndinni Casino Royale mun aftur leika njósnarann. Paul Haggis mun skrifa handritið ásamt Neil Purvis og Robert Wade.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar