Nágrannar Parísar vilja hana burt úr hverfinu

Mynd af heimili Parísar í Hollywoodhæðum, væntanlega tekin úr einni …
Mynd af heimili Parísar í Hollywoodhæðum, væntanlega tekin úr einni þyrlunni. AP

Nágrannar Parísar Hilton hafa efnt til herferðar í því skyni að fá hana borna út af heimili hennar í Hollywood Hills. París situr nú í fangelsi og afplánar 45 daga dóm, en á meðan hafa íbúar í hverfinu gengið milli húsa með dreifibréf, þar sem segir: „Frá því að París Hilton flutti hingað í hverfið hefur lífsgæðum okkar hrakað.“

Nágrannarnir, Christopher Hauck og Anne Goursaud, segja ennfremur í dreifibréfinu: „Síðasta vika var óbærileg. Okkur finnst að nú verðum við öll að standa saman. Sirkusinn hefst á ný þegar hún kemur úr fangelsinu.“

Eru íbúar hvattir til að hafa samband við lögregluna og borgarfulltrúa sinn. Hauck og Goursaud segjast ennfremur vera að hugleiða að ráða sér lögmann.

Haft er eftir fréttafulltrúa borgarstjórnar Los Angeles að þegar París var látin laus um daginn hafi borist fjöldi kvartana vegna hávaða frá þyrlum sem sveimuðu yfir hverfinu og mannfjölda á götum þess. Reyna eigi að grípa til ráðstafana til að draga sem mest úr truflunum í hverfinu þegar París verður látin laus á ný. Því miður verði lítið hægt að gera til að draga úr hávanum frá þyrlunum.

Meðal íbúa í hverfinu er Cameron Diaz. Hún sagði að um daginn hafi tíu þyrlur verið á sveimi yfir heimili Parísar. „Við þurfum öll að gjalda þess þegar París tekur út sína refsingu.“

Fjölmiðlamenn taka myndir yfir hliðið við heimili Parísar.
Fjölmiðlamenn taka myndir yfir hliðið við heimili Parísar. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir