Steingrímur er „sannur grínisti"

Hanna Styrmisdóttir ásamt Steingrími Eyfjörð.
Hanna Styrmisdóttir ásamt Steingrími Eyfjörð. mbl.is/ÞÖK

Sýning Steingríms Eyfjörðs á Feneyjatvíæringnum, Lóan er komin, hefur fangað athygli listapenna breska dagblaðsins The Observer, Lauru Cumming.

Cumming segir í úttekt sinni á því merkasta sem fyrir augu ber á Feneyjatvíæringnum að í Steingrími hafi Íslendingar fundið hinn sanna grínista. Grínistinn Eyfjörð hafi ráðfært sig við álf í því skyni að finna falinn "sauða-penna", sem sé að sjálfsögðu tómur. "Sprenghlægileg ævintýraferð í myndum og máli sem ýkir hefðir landsins," segir Cumming um sýningu Steingríms. Hún er augljóslega hrifin af sýningunni þar sem hún minnist á hana í inngangi að greininni, og tvíæringnum almennt, sem hún segir einn þann besta í áratugi.

Feneyjatvíæringurinn er stundum kallaður heimsmeistaramót í myndlist, en þar sýna hvorki fleiri né færri en 800 myndlistarmenn. Verk Steingríms er byggt á viðtölum við um 20 einstaklinga um margvíslega menn og málefni, þ.ám. Benedikt Gröndal, trú á álfa og huldufólk, skák og ýmsa aðra þætti íslenskrar menningar. Það er kafað djúpt í menningararfleifð Íslendinga og margt kemur upp úr kafinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar þú veist að þú átt betra skilið, skaltu vera með uppsteit. Annars heldur fólk að þér sé sama. Gættu þess að takmarka þig ekki of mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar þú veist að þú átt betra skilið, skaltu vera með uppsteit. Annars heldur fólk að þér sé sama. Gættu þess að takmarka þig ekki of mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir