Franska hljómsveitin Air hélt tónleika í Laugardalshöll í gærkvöldi fyrir fullu húsi.
Þeir Nicolas Godin og Jean-Benoît Dunckel stofnuðu Air árið 1995 og spiluðu þeir nú í fyrsta sinn á Íslandi við góðar undirtektir, enda voru þeir kappar í stuði eftir afslöppun í Bláa lóninu fyrir tónleika. Norsku söngkonunni Kate Havnevik var einnig vel tekið þegar hún hitaði upp fyrir Frakkana. Air er um þessar mundir í tónleikaferðalagi til kynningar á nýjustu breiðskífu sinni, Pocket Symphony.