Svíar greiða bloggurum laun

Ef Ellý kann Sænsku gæti hún þénað nokkrar krónur á …
Ef Ellý kann Sænsku gæti hún þénað nokkrar krónur á blogginu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Sænska fríblaðið Metro hefur ákveðið að greiða bloggurunum á vefsíðunni sinni fyrir vel unnin störf. Bloggarar fá greitt sem samsvarar 26 íslenskum aurum fyrir hverja heimsókn á bloggsíðuna þeirra og því gætu vinsælir bloggarar þénað ágætis aukapening. Vinsælir bloggarar á mbl.is eins og Ellý Ármannsdóttir sem hafa að jafnaði fengið um 10 þúsund heimsóknir á síðuna sína á degi hverjum gætu því þénað um 78 þúsund á mánuði (fyrir skatt).

Íslenskir miðlar sem bjóða upp á blogg eru enn ekki farnir að greiða fyrir þessa þjónustu en það mun hafa komist til tals og hver veit nema að þetta sé þróunin.

Hjá Metro eru reglurnar þannig að til að komast á launaskrá hjá þeim þarf bloggari að fá í það minnsta fimm þúsund heimsóknir fyrsta mánuðinn. Síðan fær hann sent sérstak greiðslukort sem hann getur notað til að taka út launin.

Í reglunum er tekið fram að þær heimsóknir á bloggsíður sem eru framkallaðar með sérstökum forritum eru þurrkaðar út. Nánar verður fjallað um þetta í Morgunblaðinu í fyrramálið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir