Doherty ætlar að kvænast Moss í sumar

Pete Doherty.
Pete Doherty. Reuters

Söngvarinn Pete Doherty stefnir að því að kvænast fyrirsætunni Kate Moss í sumar að því tilskyldu að honum takist að halda sig frá eiturlyfjum. Þetta kemur fram í úrdrætti úr dagbók Doherty frá því hann var í meðferð fyrr á árinu sem birt var í breska dagblaðinu Times í dag.

Í dagbókinni sem nefnist „The Books of Albion: The Collected Writings of Peter Doherty" fjallar Doherty um stormasamt samband hans og Moss. Þar kemur meðal annars fram að þau muni ganga í hjónaband í sumar og hann muni verða tíu sinnum hamingjusamari heldur en nokkur eiturlyfjaneytandi.

Í úrdrættinum sem Times birti lýsir söngvarinn ást sinni á fyrirsætunni. „Ég elska stúlkuna svo mikið og það er þess vegna sem ég er á þessari meðferðarstofnun, er það ekki?".

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir