Tónlistarmaðurinn Jarvis Cocker, sem hvað þekktastur er fyrir söng sinn með hljómsveitinni Pulp las á síðasta ári inn nokkur íslensk ævintýri og birti á bloggsíðu sinni á MySpace, sem hann annars kallar Jarvspace. Tónlistarvefurinn Daytrotter hefur hafið að birta upplestur þekktra tónlistarmanna á ljóðum og sögum og hefur nú birt upplestur Cocker á hinu sígilda ævintýri um drenginn og Búkollu.
Vefurinn Pitchfork , sem margir líta á sem biblíu tónlistaráhugamanna, gefur ævintýrinu reyndar frekar vonda umsögn, segir söguna flytja fremur óljósan boðskap um þrautseigju og að það komi í góðar þarfir að eiga galdrakú.