Neita að hafa boðið milljón dollara fyrir viðtal við Parísi

Fréttastofa bandaríska sjónvarpsins NBC harðneitaði því í dag að hafa boðið eina milljón dollara fyrir einkaviðtal við Parísi Hilton er hún losnar úr fangelsi í næstu viku. „Við borgum ekki fyrir viðtöl, og við munum aldrei gera það,“ sagði fulltrúi fréttastofunnar.

Bandaríska blaðið New York Post greindi frá því í gær, og hafði eftir heimildamanni sem starfar hjá ABC-sjónvarpinu, að „stjarnfræðilegt“ tilboð frá NBC hefði farið langt fram úr þeim 100.000 dollurum sem ABC hafði boðið Hilton-fjölskyldunni fyrir viðtal og aðgang að myndböndum af Parísi. Hafði heimildamaðurinn þetta eftir fjölskyldunni.

Þótt fréttastofur bandarískra sjónvarpsstöðva fylgi þeirri stefnu að greiða ekki fyrir viðtöl er það vel þekkt að farið sé í kringum þá reglu til dæmis með því að greiða fyrir myndefni eða færa viðtalið frá fréttastofunni til annarrar dagskrárdeildar sem ekki fellur undir regluna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir