Pamela Anderson ætlar að opna súlustaðakeðjuna „Lapland“

Pamela í Rússlandi í apríl.
Pamela í Rússlandi í apríl. Reuters

Pamela Anderson ætlar að hefja rekstur súlustaðakeðju undir nafninu „Lapland“ til heiðurs langafa sínum, sem var Finni. Pamela hefur verið á ferðalagi um Finnland með föður sínum og vill sýna arfleifð sinni sóma með því að hefja þennan rekstur. Hún segir á vefsíðu sinni að þau feðginin hafi farið oft í sánu í ferðinni.

Pamela er virk í baráttunni fyrir réttindum dýra og hefur skrifað Tarja Halonen Finnlandsforseta bréf og farið fram á að loðdýrabúum í Finnlandi verði öllum lokað. „Það eru mörg hundruð loðdýrabú hérna ... Að öðru leyti er ég ákaflega hreykin af finnskum uppruna mínum. Hér eru fagrar sveitir.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar