Spears sögð íhuga nálgunarbann á móður sína

Systurnar Britney og Jamie Lynn Spears
Systurnar Britney og Jamie Lynn Spears Reuters

Söngkonan Britney Spears er nú sögð íhuga að fara fram á nálgunarbann gegn móður sinni Lynne. Er Spears sögð hafa átt fund með lögfræðingi sínum um leiðir til að halda Lynne frá börnum sínum Sean Preston, 21 mánaða, og Jayden James, níu mánaða.

Söngkonan mun enn vera móður sinni ævareið fyrir að stuðla að því að hún legðist inn á meðferðarheimili fyrir áfengissjúklinga fyrr á þessu ári. Hefur Spears marglýst þvi yfir að hún hafi hvorki átt við áfengisvandamál né þunglyndi að stríða. Þá mun söngkonunni þykja móðir sín hafa dregið taum fyrrum eiginmanns síns Kevin Federline í forræðisdeilu þeirra vegna barnanna.

Lynne lýsti því nýlega yfir opinberlega að samband þeirra mæðgna væri að batna en að Britney ætti þó enn langt í land með að ná stjórn á lífi sínu. “Það er sorglegt að allur heimurinn skuli þurfa að horfa upp á hana gera mistök sem við höfum öll gert,” sagði hún. "Britney Jean Spears er ljúfust og viðkvæmust allra barna minna. Hún þarf bara að finna út úr hlutunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir