Heitir eftir 25 hnefaleikaköppum

Lítil stúlka, sem fæddist inn í fjölskyldu mikilla hnefaleikaáhugamanna í Wolverhamton á Englandi, var nefnd eftir hvorki fleiri né færri en 25 hnefaleikaköppum þegar hún var skírð nýlega.

Stúlkan heitir fullu nafni: Autumn Sullivan Corbett Fitzsimmons Jeffries Hart Burns Johnson Willard Dempsey Tunney Schmeling Sharkey Carnera Baer Braddock Louis Charles Walcott Marciano Patterson Johansson Liston Clay Frazier Foreman Brown.

Maria móður Autumn litlu sagði við blaðið Express and Star í Wolverhamton, að þetta væri gert í samræmi við fjölskylduhefð en sjálf heitir Maria mörgum nöfnum.

„Þetta byrjaði vegna þess að mamma og pabbi eru hugfangin af hnefaleikum og þau hafa einkennilega kímnigáfu. Þegar ég var lítil gat ég ekki munað nafnið mitt. Það var ekki fyrr en ég var 10 ára sem ég lærði það allt."

Hún bætti við að hún vonaði að Autumn litla muni taka þessu vel þegar hún kemst til vits og ára. „Þetta hefur aldrei skaðað mig."

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka