Ljótasti hundur heims krýndur

Elwood er vel að nafnbótinni kominn eins og sjá má.
Elwood er vel að nafnbótinni kominn eins og sjá má. AP

Elwood, tveggja ára gam­all blend­ing­ur af svo­nefnd­um Chinese Crested hundi og Chi­hua­hua, var í gær­kvöldi val­inn ljót­asti hund­ur heims á hunda­sýn­ingu í Kalíforn­íu, eig­end­um hans til mik­ill­ar gleði. Elwood, sem er dökk­ur á brún og brá og hár­laus - ef frá er skil­inn hvít­ur indí­ána­kamb­ur á höfðinu, er oft kallaður Yoda eða ET vegna þess að hann þykir afar lík­ur þess­um kvik­mynda­per­són­um.

„Mér finnst hann sá sæt­asti sem uppi hef­ur verið," sagði Kar­en Quigley, eig­andi Elwoods en þau búa í Sewell í New Jers­ey. Þetta var í annað skipti sem Elwood tek­ur þátt í sam­keppn­inni um ljót­asta hund heims en í fyrra varð hann í 2. sæti.

Flest­ir kepp­end­ur í ár voru af teg­und­inni Chinese Crested. Quigley sagðist hafa bjargað Elwood fyr­ir tveim­ur árum þegar til stóð að svæfa hann en rækt­and­an­um þótti hund­ur­inn svo ljót­ur að hon­um datt ekki í hug að nokk­ur vildi eiga hann.

„Og nú er Elwood út um allt á net­inu og fólk elsk­ar hann og dáir," sagði Quigley.

Auk hins virðulega titils fékk Elwood 1 þúsund dali í verðlaun.

Karen Quigley, í miðið, fagnar eftir að Elwood var lýstur …
Kar­en Quigley, í miðið, fagn­ar eft­ir að Elwood var lýst­ur sig­ur­veg­ari. Heather Peop­les, með Archie og Dane Andrew með Rascal urðu í 2. og 3. sæti. AP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú grípur til aðgerða, sérstaklega sem kosta einhver fjárútlát. Slappaðu af og njóttu þess sem þú hefur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú grípur til aðgerða, sérstaklega sem kosta einhver fjárútlát. Slappaðu af og njóttu þess sem þú hefur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason