Ljótasti hundur heims krýndur

Elwood er vel að nafnbótinni kominn eins og sjá má.
Elwood er vel að nafnbótinni kominn eins og sjá má. AP

Elwood, tveggja ára gamall blendingur af svonefndum Chinese Crested hundi og Chihuahua, var í gærkvöldi valinn ljótasti hundur heims á hundasýningu í Kalíforníu, eigendum hans til mikillar gleði. Elwood, sem er dökkur á brún og brá og hárlaus - ef frá er skilinn hvítur indíánakambur á höfðinu, er oft kallaður Yoda eða ET vegna þess að hann þykir afar líkur þessum kvikmyndapersónum.

„Mér finnst hann sá sætasti sem uppi hefur verið," sagði Karen Quigley, eigandi Elwoods en þau búa í Sewell í New Jersey. Þetta var í annað skipti sem Elwood tekur þátt í samkeppninni um ljótasta hund heims en í fyrra varð hann í 2. sæti.

Flestir keppendur í ár voru af tegundinni Chinese Crested. Quigley sagðist hafa bjargað Elwood fyrir tveimur árum þegar til stóð að svæfa hann en ræktandanum þótti hundurinn svo ljótur að honum datt ekki í hug að nokkur vildi eiga hann.

„Og nú er Elwood út um allt á netinu og fólk elskar hann og dáir," sagði Quigley.

Auk hins virðulega titils fékk Elwood 1 þúsund dali í verðlaun.

Karen Quigley, í miðið, fagnar eftir að Elwood var lýstur …
Karen Quigley, í miðið, fagnar eftir að Elwood var lýstur sigurvegari. Heather Peoples, með Archie og Dane Andrew með Rascal urðu í 2. og 3. sæti. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup