Viltu taka þátt í sjöttu Harry Potter-myndinni?

Raph Fiennes leikur Voldemort í myndunum um Harry Potter.
Raph Fiennes leikur Voldemort í myndunum um Harry Potter.

Opnar áheyrnarprufur verða fyrir Harry Potter and the Half-Blood Prince í byrjun júlí. Prufurnar verða í London og Lavender Brown og Tom Riddle eru persónurnar sem vantar leikara.

En hverju er verið að leita eftir? Grípum niður í starfslýsinguna fyrir hlutverk Lavender, jafnöldru Harry. „Lavender er falleg og lífsglöð hnáta sem elskar að vera í sviðsljósinu og er ákveðinn í því að gera Ron að kærastanum sínum. Hún er mikil dramadrottning og annað hvort hágrátandi eða skellihlæjandi," segir í lýsingu umboðsskrifstofunnar sem leitar eftir 15–18 ára stúlkum.

Fyrir Tom leita þeir að pilti á sama aldri. „Hann er mikill leiðtogi, piltur sem aðrir krakkar vilja eiga sem vin. Hann er ekki hlýr en þó mjög heillandi, flestir eru hálf hræddir við hann." Líkindi með Ralph Fiennes saka ekki heldur enda leikur hann Tom á fullorðinsárum, þá þekktari sem Voldemort.

Prufurnar verða í Sýningarmiðstöðinni í Earls Court, Lavenderur verða prufaðar þann 1. júlí og Tommar þann 8. Áhugasamir þurfa að mæta fyrir tíu í röðina sem hætt er við að verði býsna löng.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup