Gamanmynd og spennumynd fengu mesta aðsókn vestanhafs

Steve Carell í myndinni Evan Almighty.
Steve Carell í myndinni Evan Almighty.

Gamanmyndin Evan Almighty og spennumyndin 1408 fengu mesta aðsókn í norður-amerískum kvikmyndahúsum um helgina. Framhaldsmynd um hin fjögur fræknu, sem var í efsta sæti aðsóknarlistans um síðustu helgi, fór niður í það þriðja nú.

Tekjur af Evan Almighty námu rúmum 32 milljónum dala. Myndin er framhald af myndinni Bruce Almighty, sem Jim Carrey lék í árið 2003, og fjallar um fréttamanninn Evan, leikinn af Steve Carell, sem Guð, leikinn af Morgan Freeman, skipar að byggja örk.

Myndin 1408 byggir á sögu eftir Stephen King en þar leikur John Cusack rithöfund, sem er frægur fyrir að finna eðlilegar skýringar á að því er virðist yfirnáttúrulegum atburðum.

Gamanspennumyndin Ocean's 13 var í 4. sæti og gamanmyndin Knocked Up var í fimmta sæti. Sjóræningjamyndin Pirates of the Caribbean: at World's End var í 6. sæti.

Tölvuteiknimyndin Surf's Up, sem fjallar um mörgæsir, fór niður í 7. sæti og Shrek the Third fór niður í 8. sæti. Unglingamyndin Nancy Drew, með Emmu Roberts, frænku leikkonunnar Juliu Roberts, er í 9. sæti og myndin A Mighty Heart, sem fjallar um morðið á blaðamanninum Daniel Pearl í 10. sæti en þar leikur Angelina Jolie ekkju Pearls.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir