Leðja og tónlist á Glastonbury

Hátíðarsvæðið er eitt drullusvað.
Hátíðarsvæðið er eitt drullusvað. Reuters

Glastonbury-tónlistarhátíðin á Englandi stendur nú sem hæst en hátíðin hófst á föstudag. Talið er að nærri 178 þúsund manns hafi verið á hátíðinni í gær og lét fólkið lítið á sig fá þótt veður væri frekar vott og hátíðarsvæðið eitt drullusvað. Breskir fjölmiðlar segja raunar, að veðrið sé ekki nærri eins vont og árið 2005 þegar ár á svæðinu flæddu yfir bakka sína.

Meðal hljómsveita sem komu fram í gærkvöldi voru The Kooks, Paul Welle, Babyshambles og Iggy Pop. Björk Guðmundsdóttir kom fram á föstudag og fékk afar góðar viðtökur. Í dag munu The Who, Kaiser Chiefs og Manic Street Preachers m.a. spila fyrir hátíðargesti.

Einn maður fannst látinn á hátíðarsvæðinu í gærmorgun. Er talið að hann hafi látist af völdum of stórs fíkniefnaskammts.

Björk á sviðinu á Glastonbury-hátíðinni á föstudag.
Björk á sviðinu á Glastonbury-hátíðinni á föstudag. AP
Pete Doherty, söngvari Babyshambles, á sviðinu.
Pete Doherty, söngvari Babyshambles, á sviðinu. Reuters
Fyrirsætan Kate Moss fylgdist baksviðs með Pete Doherty, unnusta sínum.
Fyrirsætan Kate Moss fylgdist baksviðs með Pete Doherty, unnusta sínum. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar