Endalokin ljós?

Kápa sjöundu og síðustu bókarinnar í bókaröðinni um Harry Potter …
Kápa sjöundu og síðustu bókarinnar í bókaröðinni um Harry Potter sem væntanleg er síðar í sumar. Reuters

Breskur bloggari sem kallar sig „Gabríel" hefur kynt undir eftirvæntingunni sem ríkir fyrir útgáfu síðustu bókarinnar um Harry Potter síðar í sumar.

Gabríel þessi segist nefnilega hafa undir höndum ljósmyndir af köflum úr bókinni Harry Potter and the Deathly Hallows sem kemur út þann 21. júlí næstkomandi.

Mikið hefur verið spáð og spekúlerað í hvort Rowling láti Ron eða Hermione láta lífið í bókinni. Hún hefur látið hafa eftir sér að einhverjar söguhetjur láti lífið áður en sögunni lýkur en það verði ekki Harry Potter.

Gabríel segist vita svarið og birtir það á heimasíðu sinni, InSecure.org, fyrir þá sem hafa áhuga.

Talsmenn Bloomsbury-útgáfunnar hafa ekki viljað tjá sig um málið en Kyle Good, talsmaður bandaríska dreifingaraðilans Scholastic Corp., varaði fólk við því að trúa öllu sem það læsi á Netinu. Svipaðar aðstæður hefðu komið upp í kringum útgáfur síðustu bókanna um Potter og ekki væri alltaf að marka það sem fólk fullyrti í skjóli nafnleyndar á Netinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir