Knattspyrnustjarna David Beckham hefur verið boðið að flytja fyrirlestur í Suður Kaliforníu Háskóla. Háskólinn, sem er einn þeirra bestu í landinu, vill fá Beckham til þess að segja frá því hvernig knattspyrna getur bjargað heiminum.
Prófessor Nicholas Cull, sem skipuleggur heimsráðstefnum um hlutverk íþrótta í alþjóðasamskiptum, sagði: „David Beckham er nú þegar hluti af meistaranámskeiði sem við kennum hér, sem dæmi um áhrif íþróttamanna, svo ég vona að hann geti talað á ráðstefnunni.“ „Fólk sem fylgist ekki með knattspyrnu skilur ekki hversu mikilvægur David Beckham á heimsvísu, jafnvel núna þegar breytingar verða á frama hans,“ bætti prófessorinn við.
David Beckham féll á öllum stúdentsprófum sínum og hefur sagst eiga erfitt með að tala opinberlega. En Los Angeles skrifstofa David Beckham akademíunnar, sem hvetur börn til þess að fylgjast með og spila sjálf knattspyrnu, er viss um að ræðunámskeið geti hjálpað Beckham með ræðuhöldin.