Larry King fær fyrsta viðtalið

Paris Hilton.
Paris Hilton. AP

Hótelerfinginn París Hilton verður látin laus úr fangelsi á morgun eftir þriggja og hálfrar viku vist. París var dæmd í 45 daga fangelsi 3. júní síðastliðinn en vegna yfirfullra fangelsisstofnana og góðrar hegðunar verður henni sleppt eftir aðeins 24 daga.

Hilton segist þjást af innilokunarkennd en að tíminn í fangelsi hafi endurvakið þakklæti hennar fyrir einfalda hluta lífsins. „Ég er svo þakklát fyrir allt sem ég á, jafnvel bara að eiga kodda eða mat," sagði hún í símaviðtali við sjónvarpsþáttinn E! á föstudaginn. Hægt er að nálgast símaviðtal á heimasíðu E!

Þá hefur verið tilkynnt hver það verður sem fær að taka fyrsta viðtalið við Hilton eftir að hún getur um frjálst höfuð strokið á morgun. Sá heppni er enginn annar en Larry King og fer viðtalið fram næstkomandi miðvikudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir