Hótelerfinginn París Hilton verður látin laus úr fangelsi á morgun eftir þriggja og hálfrar viku vist. París var dæmd í 45 daga fangelsi 3. júní síðastliðinn en vegna yfirfullra fangelsisstofnana og góðrar hegðunar verður henni sleppt eftir aðeins 24 daga.
Hilton segist þjást af innilokunarkennd en að tíminn í fangelsi hafi endurvakið þakklæti hennar fyrir einfalda hluta lífsins. „Ég er svo þakklát fyrir allt sem ég á, jafnvel bara að eiga kodda eða mat," sagði hún í símaviðtali við sjónvarpsþáttinn E! á föstudaginn. Hægt er að nálgast símaviðtal á heimasíðu E!
Þá hefur verið tilkynnt hver það verður sem fær að taka fyrsta viðtalið við Hilton eftir að hún getur um frjálst höfuð strokið á morgun. Sá heppni er enginn annar en Larry King og fer viðtalið fram næstkomandi miðvikudag.