Sala aðgöngumiða á tónleika bresku rokksveitarinnar Jethro Tull hefst á fimmtudaginn klukkan 10 á netsíðunni www.midi.is, og í verslunum Skífunnar og BT um allt land. Hljómsveitin kemur fram á tvennum tónleikum í Háskólabíói, 14. og 15. september.
Í tilkynningu segir, að eingöngu sé selt í númeruð sæti. Aðgangur kostar 7900 kr. í A-sæti og 6900 kr. í B-sæti en Háskólabíó tekur um 900 manns í sæti.
Jethro Tull kom til Íslands árið 1992 og spilaði á Akranesi. Þá kom Ian Anderson hingað til lands í maí 2006 og lék í Laugardalshöll ásamt félögum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og bandaríska fiðlusnillingnum Luciu Micarelli.