Victoria fékk bætur fyrir meiðyrði

Viktoría Beckham.
Viktoría Beckham. AP

Victoria Beckham hefur fallist á dómssátt í meiðyrðamáli, sem hún höfðaði á hendur tímaritsins Star Magazine sem fullyrti í forsíðufrétt, að aðstandaendur bandarísks sjónvarpsþáttar teldi hana verið kröfuharða, dónalega og smámunasama.

Blaðið sagði einnig, að starfsfólk NBC sjónvarpsstöðvarinnar, hefði lýst Victoriu sem sjálfsánægðri og óviðfeldinni.

Gerrard Tyrrell, lögmaður Victoriu, sagði fyrir dómi að tökur á umræddum sjónvarpsþætti hefðu ekki verið hafnar þegar tímaritið birti fréttina í apríl. Þess vegna hefði enginn fótur verið fyrir þessari frétt.

Northern & Shell PLC, sem gefur Star út, baðst afsökunar og bauðst til að greiða málskostnað og umtalsverðar bætur. Ekki var gefið upp hve bæturnar voru háar.

Sýningar á sjónvarpsþættinum Victoria Beckham: Coming to America hefjast á NBC 16. júlí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir