Ísraelskur höfundur vinnur verðlaun prinsins af Asturia

Amos Oz.
Amos Oz. AP

Ísraelski rithöfundurinn Amos Oz hlaut hinu virtu spænsku bókmenntaverðlaun, sem kennd eru við prinsinn af Asturia. Oz, sem bar sigurorð af Ismail Kadare, hlýtur 50.000 evrur í verðlaun. Hann er virtur friðarsinni, meðlimur vinstri hreyfingarinnar í Ísrael og var einn stofnenda ísraelsku Peace Now friðarhreyfingarinnar.

Oz nýtti tækifærið til þess að ítreka stuðning sinn við tveggja ríkja lausn á vandamálum Ísrael og Palestínu. „Í fjörutíu ár hef ég barist fyrir sögulegri málamiðlun milli Ísrael og Palestínu, byggða á tveggja-ríkja lausn. Ísrael hliðina á Palestínu í friði og gagnkvæmri virðingu,“ sagði hann.

Amos Oz er fæddur árið 1939 í Jerúsalem, en ólst upp á samyrkjubúi eftir að móðir hans lést. Hann hefur skrifað 18 bækur á hebresku, sem þýddar hafa verið á yfir 30 tungumál.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir