The Verve tekur til starfa á ný

Meðlimir bresku hljómsveitarinnar The Verve hafa ákveðið að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið er hljómsveitin hætti störfum 1999. Hljómsveitin kom saman í hljóðveri fyrir skömmu og gerði prufur með nýtt efni og tilkynnt hefur verið að nú verði unnið að gerð plötu sem mun koma út í lok ársins.

Í hljómsveitinni eru söngvarinn Richard Ashcroft, gítarleikarinn Nick McCabe, bassaleikarinn Simon Jones og trommuleikarinn Pete Sailsbury.

Ástæða þess að hljómsvtin hætti á sínum tíma mun hafa verið deilur Ashcroft og McCabe.

Hljómsveitin náði mestum vinsældum með plötunni Urban Hymns með lögunum Bitter Sweet Symphony og The Drugs Don't Work.

Reiknað er með stuttri hljómleikaferð í tengslum við útgáfu nýju plötunnar þar sem nokkrir tónleikar verða haldnir í Glasgow, Blackpool og London.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir