Kryddpíur í tónleikaferð

Kryddpíurnar hafa ákveðið að fara í tónleikaferð um heiminn, er það fyrsta tónleikaferð þeirra frá því að þær hættu samstarfi árið 2001. Kryddstúlkurnar fimm, þær Victoria Beckham, Melanie Chisholm, Geri Halliwell, Emma Bunton og Melanie Brown, létu taka af sér myndir í Lundúnum í morgun áður en þær fóru á blaðamannafund þar sem greint var frá hljómleikaferðinni.

Kryddpíurnar munu halda tónleika í Los Angeles í desember og í kjölfarið verða tónleikar í Las Vegas, New York, London, Köln, Madrid, Peking, Hong Kong, Sydney, Höfðaborg og Buenos Aires.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar