Led Zeppelin að snúa aftur?

Jimmy Page og Robert Plant á blaðamannafundi árið 1998
Jimmy Page og Robert Plant á blaðamannafundi árið 1998 Reuters

Hinir þrír eftirlifandi meðlimir hljómsveitarinnar Led Zeppelin eru sagðir eiga í viðræðum um að koma saman aftur á minningartónleikum um stofnanda plötufyrirtækisins Atlantic Records. Félagarnir Robert Plant, Jimmy Page og John Paul Jones munu að öllum líkindum koma fram ásamt Jason Bonham syni trommuleikarans John Bonham, en hljómleikaferðalag í kjölfarið hefur ekki verið útilokað.

Tónlistartímaritið NME hefur heimildir fyrir því að þremenningarnir hafi áhuga á því að fara í einhvers konar hljómleikaferð, „ef allt gengur vel og þeir fara ekki að rífast”. Hljómsveitin hefur aðeins leikið á örfáum hljómleikum síðan hún hætti formlega árið 1980.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup