Sprengjuregn og dansandi Bítlar

Sprengjuhöllin er vinsæl.
Sprengjuhöllin er vinsæl. mbl.is/Eggert

Drengirnir í Sprengjuhöllinni ættu að vera í sjöunda himni þessa dagana. Hin angurværa ballaða þeirra, „Verum í sambandi", heldur velli sem vinsælasta lag síðustu viku, en lagið hefur haldið til á topp 30-listanum í 10 vikur og vermt hásætið að undanförnu. Þá virðast landsmenn fagna endurkomu Travis-manna.

Íslendingar eru nokkuð áberandi á listanum, en á meðal nýliða eru kántrífélagarnir í Klaufum, með vestraslagarann „Búkalú", og Stefán Hilmarsson sem syngur lagið „Astrópía" fyrir samnefnda kvikmynd. Í sautjánda sæti situr svo konungur reynsluboltanna, Sir Paul McCartney. Hann kyrjar lagið „Dance Tonight" en sitt sýnist hverjum um þá smíð; sumir dansa með og brosa út að eyrum, aðrir hrista hausinn og harma smekkleysi meistarans og skort á sjálfsgagnrýni.

Öldungurinn að þessu sinni er Red Hot Chili Peppers-smellurinn „Desecration Smile". Hann hefur setið í 13 vikur á listanum. Það er spurning hvort Sprengjuhöllin sprengir chili-piparinn ekki bráðum burt og hirðir einnig öldungsverðlaunin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar