Banderas ætlar aldrei að yfirgefa eiginkonuna

Melanie Griffith og Antonio Banderas.
Melanie Griffith og Antonio Banderas. AP

Leik­ar­inn Ant­onio Band­eras ger­ir grín að orðrómi um að hjóna­band hns og leik­kon­unn­ar Mel­anie Griffith sé í mol­um. Seg­ist Band­eras að hann muni aldrei yf­ir­gefa Griffith en þau gengu í hjóna­band árið 1996. Í viðtali við tíma­ritið Closer seg­ir Band­eras að þegar þau hafi þegar orðið ást­fang­in er þau hitt­ust. Þau hafi bæði átt brot­in sam­bönd að baki og það hafi lært af fyrri mis­tök­um.

„Ég veit að fólk hafði enga trú á sam­bandi okk­ar í byrj­un og uppi voru veðmál í fjöl­miðlum að sam­bandið myndi end­ast í þrjá mánuði. Ég hefði átt að taka þátt í þeim veðmál­um," seg­ir Band­eras.

Seg­ir hann að sam­bandið hafi gengið vel og það sé fjarri hon­um að slíta sam­band­inu. „Mér líður vel með eig­in­konu minni," seg­ir leik­ar­inn.

Hann seg­ist vera ákaf­lega heimakær og þau elski hvort annað.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú ert önnum kafinn við smá verk og stór bæði innanhúss og utan. Kannaðu ódýrari lausnir en þú ert þegar með í huga. Eitthvað óvenjulegt gæti gerst á heimilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú ert önnum kafinn við smá verk og stór bæði innanhúss og utan. Kannaðu ódýrari lausnir en þú ert þegar með í huga. Eitthvað óvenjulegt gæti gerst á heimilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason