París Hilton fór í dulargervi til Hawaii

París í viðtali við Larry King í vikunni.
París í viðtali við Larry King í vikunni. Reuters

París Hilton hélt til Hawaii í gær, að sögn til að slaka á eftir fangelsisdvölina. Hún ferðaðist ein síns liðs og var í dulargervi, með svarta hárkollu og stráhatt. Talið er að hún gisti á hóteli á Maui.

Áður en París flaug til Hawaii tók hún á leigu strandhús á Malibu í Kaliforníu í sumar, fyrir tæpar þrjár milljónir dollara. Foreldrar hennar munu ætla að leigja hús skammt frá.

Annars er það af Parísi að frétta að henni hefur verið boðin milljón dollara fyrir að sjá um morgunþátt á útvarpsstöð í Minneapolis, en ekki hafa borist fregnir af viðbrögðum hennar við tilboðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar