Segist ekki hafa verið með bleyju í ökuferðinni

Lisa Nowak í geimbúningi.
Lisa Nowak í geimbúningi. AP

Lisa Nowak, sem starfaði sem geimfari áður en hún var ákærð fyrir mannránstilraun og líkamsárás, segist ekki hafa verið með bleyju þegar hún ók frá Houston í Texas til Orlando á Flórída í febrúar, 1530 km leið til að eiga orðastað við konu, sem hún taldi vera keppinaut sinn um ástir annars geimfara. Lögmaður Nowaks segir, að bleyjusagan sé alger uppspuni.

Lögreglumaður, sem yfirheyrði Nowak eftir að hún var ákærð í febrúar skrifaði í skýrslu sína: „Ég spurði frú Nowak hvers vegna hún væri með bleyjur meðferðis. Frú Nowak sagðist ekki hafa viljað stoppa og nota baðherbergi svo hún notaði bleyjurnar til að safna þvagi."

Donald Lykkebak, lögmaður Nowaks, sagði að barnableyjur hefðu verið í bíl Nowak þegar hún var handtekin en þær hefðu verið nokkurra ára gamlar. Nowak og fjölskylda hennar hefðu notað þær þegar Houstonborg var rýmd vegna fellibyls, sem stefndi á borgina árið 2005.

Bleyjusagan vakti mikla athygli og sjónvarps- og útvarpsþáttastjórnendur í Bandaríkjunum gerðu stólpagrín að málinu.

„Það skerðir möguleika okkar á að fá sanngjörn réttarhöld þegar sakborningurinn hefur verið gerður að athlægi," sagði Lykkebak.

Bandaríska geimferðarstofnunin, NASA, vísaði Nowak úr starfi í mars eftir að hún hafði verið ákærð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan