Dönsk prinsessa nefnd Ísabella

Mary krónprinsessa heldur á Ísabellu við skírnarathöfnina í dag.
Mary krónprinsessa heldur á Ísabellu við skírnarathöfnina í dag. Reuters

Dóttir dönsku krónprinshjónanna Mary og Friðriks fékk í dag nöfnin Ísabella Henríetta Ingiríður Margrét. Skírnarathöfnin fór fram í hallarkirkju Fredensborgarhallar þar sem fjölskyldan býr.

Prinsessan var nefnd eftir ömmum sínum og langömmu en fyrsta nafnið, Ísabella, kom á óvart. Það er þekkt í evrópskum konungsfjölskyldum en hefur ekki verið notað í dönsku konungsfjölskyldunni.

Þau Friðrik og Mary sögðu eftir skírnina, að þau hefðu velt fyrir sér nokkrum nöfnum en á endanum komu þau sér saman um nafnið Ísabellu. Þegar blaðamaður spurði þau hvort þau ætluðu að eignast fleiri börn svaraði Friðrik: Það er ekki útilokað.

Litla prinsessan var í sama skírnarkjól og bróðir hennar og faðir voru skírðir í. Kjóllinn var saumaður árið 1870 þegar Danaprins, sem síðar varð Kristján 10. var skírður í hallarkirkjunni í Kristjánsborg. Kjóllinn var saumaður úr knipplingum, sem Lovísa drottning, móðir Kristjáns, keypti í Brussel.

Meðal þeirra, sem skírð hafa verið í kjólnum, eru Karl prins, síðar Hákon Noregskonungur, Friðrik 9. Danakonungur, Margrét Danadrottning og systur hennar Benedikta og Anna María, Friðrik krónprins, Jóakim bróðir hans og Kristján prins, sonur Friðriks og Mary.

Skírnarvottar voru sex: Matthildur Belgíuprinsessa og Alexia prinsessa og Nadine Johnston, Christian Buchwald, Peter Heering og Marie Louise Skeel, sem öll eru vinir Friðriks og Mary.

Mary með Ísabellu veifar til nærstaddra.
Mary með Ísabellu veifar til nærstaddra. Reuters
Litlar stúlkur í prinsessubúningum við Fredensborgarhöll í dag.
Litlar stúlkur í prinsessubúningum við Fredensborgarhöll í dag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir