Elton John hóf minningartónleika um Díönu prinsessu

Vilhjálmur og Harry ávarpa tónleikagesti á Wembley í kvöld.
Vilhjálmur og Harry ávarpa tónleikagesti á Wembley í kvöld. AP

Sir Elton John hóf minningartónleika um Díönu prinsessu, sem nú standa yfir á Wembleyleikvanginum í Lundúnum. Yfir 60 þúsund manns sækja tónleikana, sem þeir Vilhjálmur og Harry, synir Díönu, áttu þátt í að skipuleggja en móðir þeirra hefði orðið 46 ára um helgina hefði hún lifað. Mikil öryggisgæsla er á tónleikunum vegna atburða á Bretlandseyjum um helgina.

Prinsarnir fóru upp á svið í upphafi tónleikanna og Harry hrópaði: Halló Wembley, en Vilhjálmur sagði, að tónleikarnir táknuðu allt sem móðir þeirra hefði notið á meðan hún var á lífi: Tónlis, dans, góðgerðarstarfsemi og fjölskyldu og vini.

Elton John, sem var góður vinur Díönu, söng lagið Your Song. Meðal annarra sem koma fram eru Duran Duran og Supertramp.

Elton John á sviðinu á Wembley.
Elton John á sviðinu á Wembley. AP
Harry Prins ræðir við Chelsey Davy, vinkonu sína á Wembleyleikvanginum …
Harry Prins ræðir við Chelsey Davy, vinkonu sína á Wembleyleikvanginum í kvöld. AP
Joss Stone var meðal þeirra sem komu fram á tónleikunum.
Joss Stone var meðal þeirra sem komu fram á tónleikunum. AP
Wembleyleikvangurinn í kvöld.
Wembleyleikvangurinn í kvöld. AP
Nelly Furtado á tónleikunum í kvöld.
Nelly Furtado á tónleikunum í kvöld. AP
Kate Middleton, fyrrum kærasta Vilhjálms Bretaprins var á tónleikunum en …
Kate Middleton, fyrrum kærasta Vilhjálms Bretaprins var á tónleikunum en sat nokkrum sætaröðum frá prinsunum. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar