Ahmadinejad vill ekki vera með í Hollywood-mynd

Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, vill alls ekki láta Oliver Stone …
Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, vill alls ekki láta Oliver Stone gera heimildamynd um sig. Reuter

Mahmoud Ahmadinedjad, forseti Írans, hefur neitað boði bandaríska leikstjórans Oliver Stone um að sá síðarnefndi geri heimildamynd um Íransforsetann. Ástæðan er að forsetinn íranski telur Hollywood vera hluta af stefnumörkun Bandaríkjanna og afskræmi ímynd Írans á alþjóðavísu.

Í The Guardian í dag er sagt frá því að Oliver Stone hafi beðið um sérstakan aðgang að forsetanum. Haft er eftir aðstoðarmönnum Ahmadinejad að forsetinn hafi horft á heimildamynd sem Stone gerði um Fídel Kastró, Kúbuforseta og heimildamynd hans um deilu Ísraela og Palestínumanna. Honum hafi alls ekki líkað efnistök leikstjórans og neitað bón Stone.

Ahmadinedjad hefur oft á tíðum gagnrýnt kvikmyndaiðnaðinn bandaríska fyrir að halda á lofti síónískum viðhorfum. Fjölmiðlafulltrúi hans sagði í dag að þrátt fyrir að Oliver Stone sé álitin vera í andstöðu við bandarísk stjórnvöld, þá sé hann samt sem áður hluti af Djöflinum. „Við trúum því að bandarískur kvikmyndaiðnaður sé gjörsneyddur allri list og menningu og sé aðeins notaður sem áróðurstæki" sagði fjölmiðlafulltrúinn.

Ráðgjafi Ahmadinejad, Javan Shamghadri, sagði ennfremur að beiðni Stone yrði kannski endurskoðuð ef hann gæti tryggt öryggi og efnistök íranskra kvikmyndagerðarmanna við gerð myndar um George W.Bush, forseta Bandaríkjanna.

Íranir sárir yfir Alexander og 300

Oliver Stone gerði kvikmyndina Alexander árið 2004. Íranar hafa margoft látið í ljós óánægju sína með nálgun hans á sögulegum staðreyndum í þeirri mynd og þá sérstaklega hversu mikla samúð hann sýndi með Alexander mikla, en Íranar hafa ávallt lagt fæð á hann því þar í landi er hann talinn bera ábyrgð á eyðingu Persepolis, höfuðvígi Akkverja um 330 fyrir Krist. Íranar mótmæltu líka harðlega á vettvangi Sameinuðu þjóðanna vegna annarrar bandarískrar kvikmyndar, 300, sem snerist um baráttu Spartverja og Persa árið 480 fyrir Krist í Laugaskarði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup