Fimmtán ára stúlka úr Reykjvík, Særós Mist Hrannarsdóttir, leggur þessa dagana lokahönd á undirbúing fyrstu opinberu sýningar á fatalínu sem hún hefur hannað. Særós Mist hefur hannað og saumað sjálf 21 alklæðnaði fyrir konur sem munu verða settir í almenna sölu að sýningunni lokinni í versluninni Fígúra á skólavörðustíg í Reykjavík.
Sýningin verður í kjallara Hins hússins Pósthússtræti 3-5, klukkan 2, laugardaginn 21.júlí.
Þeir sem hafa áhuga geta séð sýnishorn af fötunum á Vefsíðu Særósar Mistar