Kate Moss flýr frá Pete Doherty

Þessi maður virðist eiga auðvelt með að tæla til sín …
Þessi maður virðist eiga auðvelt með að tæla til sín fyrirsætur en ekki haldast vel á þeim. Pete Doherty sést hér Glastonbury tónlistarhátíðinni. Reuters

Fyrirsætan Kate Moss er sögð hafa flúið til Parísar eftir að unnusti hennar, söngvarinn Pete Doherty, hélt framhjá henni. Heimildir herma að Kate sé í rusli yfir brókarsótt Pete og hafi því drifið sig til Parísar ásamt dóttur sinni Lilu Grace.

Sagan segir að Pete Doherty hafi eytt nótt með Suður-afrískri fyrirsætu. Pete á að hafa flúið í næturklúbbinn Crystal í Lundúnum eftir rifrildi við kærustuna Kate fyrir nokkrum dögum. Þar á hann að hafa daðrað og kysst glæsilega konu í hvítum kjól, drukkið kampavín og eytt með henni nóttinni í húsi vinar síns. Vinir Kate Moss segja hana svo niðurbrotna eftir tíðindin en hún hafi viljað hverfa á braut til Parísar. Hún hafi óskað eftir því að aðstoðarfólk hennar skipuleggi tískusýningu, svo ljósmyndarar geti tekið myndir af henni þar sem hún líti út fyrir að vera afslöppuð og njóti lífsins fjarri glaumgosanum Pete.

Kate Moss og Pete Doherty eru sögð hafa verið að undirbúa brúðkaup sitt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar