Óvenjuleg aðferð til að draga úr streitu

Einn hinna heppnu, sem fengu að losa um streituna í …
Einn hinna heppnu, sem fengu að losa um streituna í Madrid í dag. AP

Þrír tug­ir stressaðra Spán­verja gang­ast nú und­ir óvenju­lega meðferð við þess­um menn­ing­ar­sjúk­dómi en fólkið, sem sál­fræðing­ar völdu úr hópi fjölda um­sækj­enda, fékk í dag að ganga ber­serks­gang með sleggj­ur og járn­karla í hót­eli í Madríd, sem á að end­ur­nýja.

Fólkið tók svika­laust til starfa og klætt grím­um, hlífðargler­aug­um, hjálm­um, hönsk­um og sam­fest­ing­um réðist það á sjón­vörp, sal­erni, rúm, sturtu­klefa og milli­veggi. Á eft­ir voru her­berg­in rúst­ir ein­ar.

NH Alcala hót­elið í Madrid er hluti af hót­elkeðju, sem rek­ur 335 hót­el í þrem­ur heims­álf­um. Í yf­ir­lýs­ingu sagðist hót­elið ahfa ákveðið að ráða ekki at­vinnu­menn í niðurrifi held­ur bjóða völd­um viðskipta­vin­um að und­ir­búa and­lits­lyft­ingu.

„Hvern hef­ur ekki dreymt um það í miðju streitukasti að brjóta allt og bramla í kring­um sig," seg­ir í til­kynn­ingu hót­els­ins.

Laura Garcia Agust­in, sál­fræðing­ur, seg­ir: „Eft­ir nokk­ur högg byrj­ar þreyt­an að sækja á og um leið losn­ar verkj­astill­andi endorfín úr læðingi sem eyk­ur vellíðan."

Hót­elið var tekið í notk­un árið 1996 en inn­rétt­ing­arn­ar voru farn­ar að láta veru­lega á sjá og var ákveðið að hressa upp á þær.

Þeir sem tóku þátt í streitumeðferðinni í dag fá að koma aft­ur á hót­elið í sept­em­ber til að dást að end­ur­bót­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður ekki ríkur á því að byggja skýjaborgir, en þú getur orðið það með því að hrinda einni af hugmyndum þínum í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður ekki ríkur á því að byggja skýjaborgir, en þú getur orðið það með því að hrinda einni af hugmyndum þínum í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant