Leikarinn Tom Cruise hefur aftur verið bannað að taka upp myndina Valkyrie á sögufrægum slóðum í Þýskalandi. Cruise framleiðir og leikur aðalhlutverkið í mynd um þýska ofurstann Claus von Stauffenberg, sem tekinn var af lífi eftir upp komst um ráðagerðir hans um að drepa Adolf Hitler í seinni heimstyrjöldinni. Herinn meinaði Cruise fyrir stuttu að taka upp á heræfingasvæðum því hann trú hans, vísindakirkjutrú, væri í raun peningaplokk.
Í þetta skiptið máttu Cruise og félagar ekki taka upp á staðnum þar sem ofurstinn var tekinn af lífi. Fjármálaráðuneyti Þýskalands sagði ástæðuna ekki vera trú aðalleikarans, heldur sú að svæðið væri minningarreitur.