Sonur Al Gores handtekinn

Al Gore III ásamt lögmönnum eftir að hann var látinn …
Al Gore III ásamt lögmönnum eftir að hann var látinn laus í gærkvöldi. Reuters

Börn frægs fólks í Bandaríkjunum eru gjarnan í fréttum ef eitthvað bjátar á. Í gærkvöldi var það ein helsta frétt bandarískra fjölmiðla, að Al Gore III, 24 ára gamall sonur Al Gores, fyrrum varaforseta landsins, hefði verið handtekinn fyrir að hafa í fórum sínum maríjúana og lyfseðilsskyld lyf en Gore var stöðvaður í bíl sínum í Kalíforníu vegna hraðaksturs.

Gore yngri var á rúmlega 160 km hraða á Toyota Prius bíl á San Diego hraðbrautinni þegar lögregla stöðvaði hann. Lögreglumennirnir töldu sig finna lykt af maríjúana í bílnum og við leit fundust 28 grömm af maríjúana ásamt ýmsum lyfjum, bæði róandi og örvandi. Gore gat ekki framvísað lyfseðlum fyrir þeim.

Gore var látinn laus í gærkvöldi gegn 20 þúsund dala tryggingu.

Gore yngri hefur áður verið handtekinn fyrir að hafa fíkniefni í fórum sínum á meðan hann stundaði nám í Harvardháskóla. Í kjölfar þess gekkst hann undir meðferð.

Al Gore III er yngsta barn Tipper og Al Gore og eini sonur þeirra. Hann býr í Los Angeles og gefur út tímaritið GOOD, sem fjallar um mannúðarverkefni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir