Eru Aniston og Sculfor hætt saman?

Jennifer Aniston.
Jennifer Aniston. Reuters

Leikkonan Jennifer Aniston er hætt með bresku fyrirsætunni Paul Sculfor samkvæmt frétt tímaritsins US Weekly. Sculfor yfirgaf Los Angeles skömmu eftir að skötuhjúin sáust rífast. Fór Sculfor til Lundúna þar sem hann ætlar að dvelja í tvær vikur.

Fram hefur komið í fjölmiðlum að Aniston og Sculfor hafi átt í ástarsambandi frá því í maí. Eitthvað virðast þau hafa orðið ósátt á veitingastað í júní og hefur tímaritið eftir fólki sem var á staðnum að þau hafi rifist. Á leikkonan að hafa horft stíft í augu fyrirsætunnar og krosslagt hendur á bringu. Heimildamenn tímaritsins sem eru nákomnir Sculfor segja að honum hafi fundist sambandið of eldfimt. Hann hafi því væntanlega látið sig hverfa til Lundúna til að losna.

Hinsvegar segja heimildamenn nákomnir Aniston að þau séu einungis að taka sér smá frí frá hvort öðru.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir