Fékk gamla farsímanúmerið hennar Parisar Hilton

Paris Hilton
Paris Hilton reuters

Frá því að Shira Barlow, nemandi við UCLA, fékk gamla farsímanúmerið hennar Parisar Hilton þá hefur síminn varla þagnað og þá síst um miðjar nætur. Barlow varð fyrir því óhappi á Valentínusardaginn þann 14. febrúar sl. að missa símann sinn ofan í klósett á næturklúbbi. Tókst að gera við símann en nauðsynlegt þótti að hún fengi nýtt númer, sem reyndist vera númer sem Hilton átti hér áður fyrr. Það tók Barlow stuttan tíma að átta sig á þessu en afmælisdagur Parisar er 17. febrúar og þann dag rigndi yfir hana símtölum og textaskeytum með hamingjuóskum. Eins hafa margir boðið henni á hina ýmsu næturklúbba og veislur.

Segir hún flest símtölin koma á milli tvö og fjögur á nóttunni og þau séu misgáfuleg.

Bandaríska dagblaðið The Los Angeles Times, sagði frá Barlow eftir að blaðið hafði hringt í númer sem nokkrir heimildamenn höfðu gefið upp sem farsímanúmer Parisar Hilton.

Að sögn Barlow hætti fólk hins vegar að bjóða henni í veislur eftir að Hilton var dæmd í fangelsi. Í staðinn komu skilaboð þar sem fólk vildi sýna henni stuðning. Þegar Hilton hóf afplánun hætti síminn hins vegar að hringja, að minnsta kosti í Hilton. En nú er ballið byrjað á ný þar sem Hilton er laus úr prísundinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir